Áhöfnin á Húna
Húni II sigldi í kringum landið í júlí 2013 og áhöfnin rokkaði í hverri höfn til styrktar björgunarsveitum landsins. Áhöfnin á Húna er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni.
Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði veturinn 2012/2013 í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig hélt hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rann aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Samtals spilaði áhöfnin 16 tónleika á tæpri þriggja vikna siglingu sinni um landið með Húna II.
Verkefnið sló í gegn, sjónvarpsþættirnir þar sem siglingunni var fylgt eftir fengu frábært áhorf og þjóðin fylgdist spennt með. Alls söfnuðust 24 milljónir fyrir Björgunarsveitirnar og 660 bakverðir bættust í hópinn hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði veturinn 2012/2013 í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig hélt hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rann aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Samtals spilaði áhöfnin 16 tónleika á tæpri þriggja vikna siglingu sinni um landið með Húna II.
Verkefnið sló í gegn, sjónvarpsþættirnir þar sem siglingunni var fylgt eftir fengu frábært áhorf og þjóðin fylgdist spennt með. Alls söfnuðust 24 milljónir fyrir Björgunarsveitirnar og 660 bakverðir bættust í hópinn hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.