Ofskynjunarkonan (#2)Ofskynjunarkonan kann að kveikja bál.
Plasthúðaðar ofurbrækur draga mig á tál. Hitnar nú í kolum, blása vindar ástríðu um sængurföt. Svífur burt í algleymi uns eftir standa rökfræðileg ragnarök. Ofskynjunarkonan kann þetta upp á hár. Kankvís selur ædíuna að hún sé líka svolítið klár. Hitar upp og kælir, vindur mig og þeytir yfir athöfnina. Kyndir upp á eftir og fagmannlega flamberar við kabyssuna. Þegar ég var kominn starði ég í tómið inni í mér. BAMM! Grákaldur veruleikinn kastar öxi beint í mína sál. Skyndilega stendur keisarinn klæðalausum palli á. Sem var plataður með sýnum, ímyndum, sálarinnar analæsis meisturum og fylgdarstóði, ásamt barnatrúnni á græna grasið sem dafnar handan við grasklefann. Ofskynjunarkonan hefur hafið mál. “Jæja, hana nú” mælir niðurdregin einmanna og klofin sál. Hinn upprisni frelsari bendir hugfanginn á útgangsuppfinninguna. Vill koma á framfæri ástkærum þökkum fyrir þjónustuna. |
UpplýsingarLag og text: Jónas Sigurðsson
Fyrsta smáskífa af plötunni Þar sem malbikið svífur mun ég dansa eftir Jónas Sigurðsson. (c) ZX ehf, Október 2006. Stjórn upptöku: Jónas Sigurðsson Mix: Hafþór Karlsson Tempó Jónas Sigurðsson: Söngur, pákur, ásláttur, forritun. Stefán Örn Gunnlaugsson: Rafmagnspíanó Ingimundur Óskarsson: Bassi Allan Thuge: Bassi Kristoffer Jul: Orgvél Kenneth Toldam: Trommur Jóhannes Þorleiksson: trompet. Ingimar Andersen: sax. Kári Ragnarsson: básúna. Sigurðu Fjalar Sigursson: túba. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: básúna Finnbogi Óskarsson: túba (@ZX) 2006 OFSKYNJUNARKONAN |
Jónas Sig